Í Morgunblaðinu föstudaginn 20. september er forsíðufrétt um Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá því í apríl um breytingar á fjölda ríkisstarfsmanna í kjölfar efnahagshrunsins. Niðurstaðan kemur óneitanlega á óvart; ársverkum hjá ríkinu fjölgaði um 198 frá 2007 til 2011, en á sama tíma voru ríkisútgjöld skorin niður um (aðeins) 27 milljarða króna. Minna um fjárfestingar en meiru eytt í embættismannakerfið.
Ekki kemur á óvart að að ársverkum fækkaði um 345,7 hjá Landsspítalanum, en undrunarefni að þeim fjölgaði hjá umhverfisráðuneytinu um 107,3 á sama tíma. Fullkomlega galin forgangsröðun. Skýrsluna má finna í heild sinni hér.