Bíó Paradís nýtur sérstaks velvilja meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Þannig hefur meirihlutinn styrkt Bíó Paradís um alls 36,5 milljónir á árunum 2010 – 2013. Og meira að segja skuldbundið borgina inn í framtíðina til að styrkja þetta kvikmyndahús um aðrar 29 milljónir (14,5 milljónir hvort ár, 2014 og 2015).

Þessu til viðbótar mun borgin nú ætla að styrkja sérstaka kvikmyndahátíð á vegum Bíó Paradísar um 8 milljónir. Styrkur þessa árs mun því alls nema 22,5 milljónum króna. Skattgreiðendum verða bíómiðamiðarnir í þetta meinta „heimili kvikmyndanna” því dýrir á þessu ári.

Algjörlega er óskiljanlegt hvers vegna Reykjavíkurborg á að veita þessum fjárhæðum í kvikmyndahús þegar aðgengi alls almennings að kvikmyndum er jafn auðvelt og raun ber vitni.

Nú þegar styrkir Reykjavíkurborg Tjarnarbíó þar sem hægt að sýna kvikmyndir en er jafnframt aðsetur ýmissa sjálfstæðra leikhópa. Og ríkið rekur þess utan Bæjarbíó (Kvikmyndasafn Íslands).