Nú kemur fram í fréttum að búist er við hallarekstur á Hörpunni upp á 405 miljónir króna. Sjá frétt á vísir.is hér að neðan. Bjóst einhver við öðrum? Í fréttinni kemur jafnframt fram að hallinn verður ekki rakinn, nema að hluta, til fasteignagjalda af húsinu. Gjalda sem virtust koma flatt upp á rekstraraðila hússins. Þannig áttu skattgreiðendur ekki aðeins að greiða niður rekstur hússins um tæpan milljarð á ári, heldur einnig gefa eftir eðlilega skatta af húsinu. Skatta sem allir samkeppnisaðilar þess þurfa að greiða.