Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni að heimila beri sveitarfélögum að fella niður að fullu fasteignaskatta kjósi þau að gera svo. Og jafnframt að reglum um úthlutun úr jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði breytt með þeim hætti að ekki virki letjandi á lækkun skatta.
Samhliða þessu er hún nú með í smíðum frumvarp sem afnemur lágmarksútvar sveitarfélaga í sæmræmi við stjórnarsáttmála Framsóknar – og Sjálfstæðisflokks.
Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir alla skattgreiðendur þar sem þessar breytingar eru forsenda raunverulegrar samkeppni sveitarfélaga í skattamálum. Mikilsvert er að styðja innanríkisráðherra í þessu máli.