Nú í vor heldur Mattew Elliott, framkvæmdastjóri Samtaka skattgreiðenda í Bretlandi, fyrirlestur um starf samtakanna, baráttuna fyrir skattalækkunum og niðurskurði útgjalda hins opinbera. Að komu hans standa Samtök skattgreiðenda í samstarfi við RNH og er fyrirlestur Matthew Elliott þáttur í verkefninu „Evrópa, islands og framtíð kapítalismans”, sem RNH hefur skipulagt í samstarfi við AECR, Evrópusamtök íhaldsmanna og umbótasinna. Nánari tímasetning verður gefin síðar. Búið var að tímasetja fyrirlestur hans þann 8. apríl nk. en því miður hefur hann orðið að fresta komu sinni. Nánar síðar. Samtök skattgreiðenda í Bretlandi voru stofnuð snemma árs 2004 af Matthew Elliott og Andrew Allum. Samtökunum óx fljótt fiskur um hrygg og reka öfluga skrifstofu í London og eiga yfir 65.000 manns hafa skráð sig til þáttöku í starfi samtakanna. Á undanförnum árum hafa samtökin gefið út bækur og bæklinga og haldið úti öflugri heimasíðu og starfsmenn og fulltrúar verið duglegir við að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í fjölmiðlum. Matthew Elliott skrifaði einnig athyglisverða bók með David Craig, The Great European Rip-Off, How the Corrupt, Wasteful EU is Taking Control of Our Lives. Bókin kom út 2009.
Facebook færslur
2 days ago
Skattaspjallið, hlaðvarp Samtaka skattgreiðenda kom út í dag í tilefni 13 ára afmælis samtakanna. Skattaspjallið, sem er í umsjón Sigurðar Más Jónssonar, er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fyrsti gestur hlaðvarpsins er Skafti Harðarson, formaður samtakanna frá upphafi, en við stefnum að því að gefa út nýjan þátt annan hvern miðvikudag. Munið að fylgja okkur á þinni hlaðvarpsveitu.![]()
open.spotify.com/episode/6fQI5s2UqbaHbghUaAk48Z?si=bfOm9h-mQPiES2Af_BiuzQSkattaspjallið · Episode
... See MoreSee Less
4 days ago
Í nýrri grein spyrjum við okkur hvort háskólafólk sé óþarft?![]()
„Miðað við þessar upplýsingar er almennt ekki þörf á afleysingum þegar starfsfólk Háskóla Íslands fer í leyfi, nema í algjörum undantekningartilfellum.“![]()
... See MoreSee Less
www.skattgreidendur.is
Við fjölluðum nýverið um hátt hltufall kulnunar meðal akademísks starfsfólks ríkisháskóla. Í tengslum við þá umfjöllun könnuðu samtökin margskonar upplýsingar úr launabókhaldi H...1 week ago
Hér er fjallað um ársreikninga Ríkislögreglustjóra og Landsréttar.![]()
„Forstöðumenn Ríkislögreglustjóra og Landsréttar einfaldlega slepptu því að gera fullnægjandi grein fyrir rekstri þeirra stofnana sem þeir veittu forstöðu árið 2018.“![]()
... See MoreSee Less
Dómsmálaráðuneyti: Vegna ársreikninga Ríkislögreglustjóra og Landsréttar
www.skattgreidendur.is
Í frétt Samtaka skattgreiðenda þann 26. febrúar sl. sögðum við frá því að Samtökin hefðu sent erindi til sex ráðuneyta er vörðuðu ársreikninga samtals 26 undirstofnana þeirra. Til...