Grindavík telur sig nú vera fjárhagslega best setta sveitarfélag landsins. Og hefur nú lækkað útsvarsprósentuna úr 14,28% í 13,99%. E.t.v. ekki merkileg eða mikil lækkun, en vissulega í rétta átt. Góða stöðu bæjarins má að nokkru þakka söluna í HS Orku, en augljóst af fréttum frá bænum að í stað þess að lækka enn frekar skatta er ætlunin að nota það fé í framkvæmdir á komandi árum. Því mætti spyrja hvort ekki hefði frekar verið ástæða til að lækka enn frekar skatta. Lesa má frétt af vef bæjarins hér.

En þakka ber alla tilburði til að skilja stærri hlut af aflafé fólks í umsjá þess sjálfs. Það viðhorf stjórnmálamanna að illa sé farið þegar skattstofnar eru „vannýttir”  ber aðeins vitni um hroka þeirra. Hroka þess sem telur sig hafa meira vit á því hvernig best sé að ráðstafa annarra manna aflafé en það sjálft.

Hvert prósent í útsvari fyrir laun upp á 450 þúsund á mánuði þýðir einfaldlega 54 þúsund krónur í skatt á ári. Það munar um minna.