Ríkisskattstjóri hefur af smekkvísi sent fjölmiðlum lista yfir þá 50 einstaklinga sem hæst greiða gjöldin fyrir skattárið 2011. Sá sem þar trónir á toppnum og hvers nafns, heimilisfangs og kennitölu Ríkisskattstjóri sendi öllum fjölmiðlum greiðir alls kr.: 185.366.305.-

Þetta er feykihá fjárhæð og má samfélagið vera þessum einstakling þakklátt fyrir hans framlag til samneyslunnar.

En öllu þessu fé sóaði ríkið á innan við 25 klukkutímum í greiðslu vaxta af skuldum ríkissjóðs. Alls námu vextirnir 65,6 milljörðum árið 2011. Skattar þessa rausnarlega einstaklings dugðu því fyrir vöxtum ríkissjóðs í rétt rúman sólarhring. Þá voru aðeins eftir 364 dagar …