Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur reiknað út að við hættum loks að vinna fyrir hið opinbera þann 9. júlí í ár, 2012. Jafnframt vekja þeir athygli á að stærsti útgjaldaliður heimilanna er nú skattar og opinber gjöld! SUS hefur jafnframt í nokkur ár birt athyglisverðar tillögur um niðurskurð fjárlaga. Þannig er reynt að stuðla að umræða um nauðsynlegar aðgerðir til sparnaðar í rekstri hins opinbera.
Ungir Sjálfstæðismenn á að miðað við fjárlög 2012 er uppsafnaður halli á fjárlögum síðastliðin 5 ár alls 540 milljarðar króna. Og þessi hallarekstur tekur ekki til áfallinna skuldbindinga tímabilsins vegna lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna, svo hallinn er í raun mun meiri.
Ánægjulegt er að sjá stjórnmálasamtök þora að koma með tillögur sem tilgreina hvað má skera niður. Ekki þarf að taka undir allar þeirra tillögur til að fagna umræðunni sem þær skapa.