Fréttablaðið flytur miklar og jákvæðar fréttir af rekstri Hörpu þriðjudaginn 24. september. Þannig niðurgreiddu skattgreiðendur taprekstur upp á um 584 milljónir árið 2012, en nú er útlit fyrir að tapið verði aðeins 462 milljónir á þessu ári, sem forstjórinn er vel sáttur við.

Það má jafnvel reikna sig til þess að raunverulegt tap af rekstri Hörpu sé enginn ef tekið er tillit til framlags eigenda (skattgreiðenda) upp á 160 milljónir í ár (og næstu tvö ár) og þess að af húsinu skulu greidd fasteignagjöld upp á 355 milljónir. Ef þetta tvennt er lagt saman er bara eiginlega ekkert tap af rekstri hússins!

Og auðvitað þarf ekki að geta þess að fastar leigutekjur upp á 190 milljónir koma að stærstum hluta frá skattgreiðendum og auðvitað allur byggingakostnaður hússins upp á um milljarð á ári og næstu 33 árin eða svo.

Vandamál Hörpu verða ekki leyst á forsendum hins opinbera. Nauðsynlegt er að leita einkaaðila sem vilja taka að sér reksturinn, skattgreiðendum að skaðlausu. Héðanaf er ólíklegt að endurheima megi byggingakostnaðinn. Sá myllusteinn mun hanga um háls skattgreiðenda næstu áratugina. En stöðvar verður tafarlaust fjáraustrið í reksturinn.