Umfjöllun í Viðskiptablaðinu

Töluverð umfjöllun var í fjölmiðlum um fyrirlestur Dr. Daniel Mitchell um stighækkandi tekjuskatt og eignaskatt, eða „The Case for the FlatTax”. Þannig birti Morgunblaðið viðtal við Dr. Mitchell 20. nóvember, og úrdrátt úr því var að finna á mbl.is og Viðskiptablaðið skömmu síðar eða 29. nóvember. Þá skrifaði Óli Björn Kárason, blaðamaður, ágæta grein um erindið í Morgunblaðið 21. nóvember, en greinina má lesa í heild sinni hér á vefnum.

Þá er fjallað um fyrirlesturinn á vefsíðu RNH, en hér má nálgast upptöku af fyrirlestrinum þar og einnig hér á heimasíðu Samtakanna.

Furðugrein lögfræðings

En eins og við mátt búast var ekki öll umfjöllun um fyrirlestur Mitchells á jákvæðum nótum. Þannig birtist í Fréttablaðinu 8. desember grein eftir Finn Þór Vilhjálmsson, lögfræðing, um fyrirlesturinn, eða öllu heldur um viðtal Morgunblaðsins við Mitchell, enda sótti Finnur Þór ekki fyrirlesturinn.

Greinin fjallar heldur ekkert um málefnið, heldur tekur fyrir með málskrúð og aulahúmor ýmislegt sem viðkom Dr. Mitchell og þeim sem að heimsókn hans stóðu.

Umfjöllun í Morgunblaðinu

Það er kaldhæðnislegt að lögfræðingurinn birtir mynd af sér með greininni þar sem hann stillir sér upp við mikið bókasafn, svona eins og til að undirstrika grundvöll eigin þekkingar og visku. En greinin ber þess öll merki að engin tilraun er til að kynna sér frumgögn þess sem um er fjallað og það af síður tilraun til rökræðu um viðfangsefnið. Andstætt því sem ætla mætti af góðum lögfræðing. Ástæða er til að hafa áhyggjur af málatilbúnaði Finns almennt ef þetta eru vinnubrögðin. Og sérkennilegt að birtingar skuli ekki hafa verið óskað í DV þar sem hann hefði örugglega fengið strax inni, enda hæg heimatökin. Reyndar ber greinin mikil ættarmerki frá DV.