Í upphafi árs greindi Morgunblaðið frá því að frá árinu 2008 hefðu orðið yfir 100 skattbreytingar á Íslandi. Allar þær breytingar voru til hækkunar og fjölgaði sköttum að sama skapi. Í fréttinni segir:
Á yfirliti sem Viðskiptaráð Íslands hefur tekið saman um breytingar á skattkerfinu frá 2007 sést að frá þeim tíma, á árunum 2008 til 2012, samkvæmt fjárlögum, hafa orðið eða verða 110 til 120 skattabreytingar.
Ljóst má vera af þessum fréttum að mikið verk er óunnið í lækkun skatta á Íslandi.