IEA hefur gefið út bókina Sharper Axes, Lower Taxes eða Big Stepa to a Smaller State, sem útleggja mætti sem Stærri skref að minna ríki. Bókin er greinasafn frá 11 fræðimönnum sem ritstýrt er af Philip Booth. Höfundar fjalla um tengsl hagvaxtar við aukna skattheimtu og umsvif ríkisins, breytt hlutverk hins opinbera undanfarna áratugi og hvernig takast megi á við óhjákvæmilegan niðurskurð ríkisútgjalda. Höfundum er ekkert heilagt í þeim efnum og koma fram með margar nýjar og róttækar hugmyndir um breytingar á velferðarkerfinu, heilsugæslunni, menntakerfinu o.s.frv.
Góð bók fyrir alla áhugamenn um sjálfbæran rekstur hins opinbera og minni afskipti þess af daglegu lífi okkar. Eðlilega er hér einblínt á umsvif ríkisins í Bretlandi, en margar hugmyndir höfunda eigi ekki síður við hér á landi.
Bókina er hægt að fá á amazon.co.uk eða panta beint frá IEA. En á heimasíðu IEA er einnig boðið upp á ókeypis niðurhal á bókinni eða úrdrátt úr henni.