Út er komin hjá Institute of Economic Affairs bókin A U-Turn on the Road to Serfdom. Bókin byggir annars vegar á fyrirlestri Grover Norquist (Hayek Memorial Lecture), sem hann flutti hjá IEA árið 2013 og hins vegar á þremur greinum sem tengjast beint fyrirlestrinum. Þá er að finna spurningar sem bornar voru fram í loks fyrirlestrarins og svör Grover Norquist við þeim.
Fyrirlestur Norquist nefndist; A U-turn on the road to serfdom: prospects for reducing the size of the state.013, og hins vegar á greinum sem leggja út af fyrirlestri hans. Grover Norquist er stofnandi samtakanna Americans for Tax Reform, eða ATR, sem er sterk hagsmunasamtök skattgreiðenda í Bandaríkjunum.
Aðrar greinar í bókinni eru The modern Leviathan state, its growth and consequences eftir David B. Smith, Taxpayers for discal decentralisation eftir Matthew Sinclair og loks Fostering a European “leave us alone” coalition eftir svíann Nima Sanandaji.
Bókina má fá ókeypis á pdf skjali á heimasíðu Institute of Economic Affairs.