Tag: IEA

Snúið af leið ríkisafskipta og forsjárhyggju

Út er komin hjá Institute of Economic Affairs bókin A U-Turn on the Road to Serfdom. Bókin byggir annars vegar á fyrirlestri Grover Norquist (Hayek Memorial Lecture), sem hann flutti hjá IEA árið 2013 og hins vegar á þremur greinum sem tengjast beint fyrirlestrinum. Þá er að finna spurningar sem bornar voru fram í loks fyrirlestrarins og svör Grover Norquist við þeim.

Fyrirlestur Norquist nefndist; A U-turn on the road to serfdom: prospects for reducing the size of the state.013, og hins vegar á greinum sem leggja út af fyrirlestri hans. Grover Norquist er stofnandi samtakanna Americans for Tax Reform, eða ATR, sem er sterk hagsmunasamtök skattgreiðenda í Bandaríkjunum.

Aðrar greinar í bókinni eru The modern Leviathan state, its growth and consequences eftir David B. Smith, Taxpayers for discal decentralisation eftir Matthew Sinclair og loks Fostering a European “leave us alone” coalition eftir svíann Nima Sanandaji.

Bókina má fá ókeypis á pdf skjali á heimasíðu Institute of Economic Affairs.

 

lesa áfram

Málþing um nýja nálgun í rekstri grunnskólans

Ráðstefna Samtaka skattgreiðenda í Háskólanum í Reykjavík, stofu V102, föstudaginn 23. nóvember frá 14:00 til 17:00. Fyrir allt áhugafólk um grunnskólann okkar.

 

Minni miðstýring – betri grunnskóli ? Eru Svíar fyrirmynd?

Sjálfstætt starfandi skólar og ávísanakerfið í Svíþjóð

 

Samtök skattgreiðenda halda ráðstefnu um nýja nálgun og hugsun í rekstri grunnskólans. Kostnaður við grunnskólann er óvíða meiri en á Íslandi samkvæmt nýlegri skýrslu frá OECD. Getur önnur nálgun við rekstur grunnskólans verið skilvirkari og skilað sambærilegum eða betri árangri í kennslu?

Fyrir 20 árum var svokallað ávísanakerfi tekið upp í Svíþjóð, þar sem kostnaðurinn við skólagönguna fylgir barninu, ekki tilteknum skóla. Foreldrum er heimilt að velja grunnskóla fyrir börn sín og  greiðslan fer til þess skóla sem valinn er. Skólarnir eru mismunandi og ýmist reknir af sveitarfélögum, sjálfeignarstofnunum eða fyrirtækjum. Tryggir samkeppni betri skilvirkni og meiri framþróun í skólastarfi  nemendum til heilla?

Á Íslandi eru reknir nokkrir sjálfstætt starfandi skólar, en innan við 1% nemenda grunnskólans sækja slíka skóla.  Þessum skólum er í flestum tilvikum ekki búið sama umhverfi og skólum sem sveitarfélögin reka, en með undantekningum þó. Ráðstefnan fjallar einnig um stöðu þeirra í dag.

14:00  Setningarávarp: Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda

Fundarstjóri: Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur

 

14:10 Innleiðing ávísanakerfisins í Svíþjóð 1992. Mælanlegur árangur eftir 20 ár?

Kunskapsskolan, kennslufyrirkomulag skólans og árangur.

Odd Eiken, aðstoðarforstjóri Kunskapsskolan sem rekur 34 grunnskóla í Svíþjóð

og ráðuneytisstjóri í menntmálaráðuneyti Svíþjóðar 1991 – 1994.

 

15: 00  Fyrirspurnir (á ensku)

 

15:15  Stutt hlé

 

15:30  Rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skóla

Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla

 

15:45  Frjálst val um skóla – gildi þess og áhrif

Margrét Björk Svavarsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar

 

16:00  Almennar fyrirspurnir og umræður

 

16:30  Málþingi lýkur

 

Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Ráðstefnugestum og öðru áhugafólki  býðst að fá sendar greinar sem Samtök skattgreiðenda hafa látið þýða úr greinasafninu The Profit Motive in Eduction: The Ongoing Revolution. Greinarar eru m.a. eftir frumkvöðla í rekstri sjálfstætt starfandi skóla í Svíþjóð. Sendið okkur ósk um gögnin á uppl@skattgreidendur.is.

lesa áfram

Ný bók um ríkisfjármál og skatta

IEA hefur gefið út bókina Sharper Axes, Lower Taxes eða Big Stepa to a Smaller State, sem útleggja mætti sem Stærri skref að minna ríki. Bókin er greinasafn frá 11 fræðimönnum sem ritstýrt er af Philip Booth. Höfundar fjalla um tengsl hagvaxtar við aukna skattheimtu og umsvif ríkisins, breytt hlutverk hins opinbera undanfarna áratugi og hvernig takast megi á við óhjákvæmilegan niðurskurð ríkisútgjalda. Höfundum er ekkert heilagt í þeim efnum og koma fram með margar nýjar og róttækar hugmyndir um breytingar á velferðarkerfinu, heilsugæslunni, menntakerfinu o.s.frv.

Góð bók fyrir alla áhugamenn um sjálfbæran rekstur hins opinbera og minni afskipti þess af daglegu lífi okkar. Eðlilega er hér einblínt á umsvif ríkisins í Bretlandi, en margar hugmyndir höfunda eigi ekki síður við hér á landi.

Bókina er hægt að fá á amazon.co.uk eða panta beint frá IEA. En á heimasíðu IEA er einnig boðið upp á ókeypis niðurhal á bókinni eða úrdrátt úr henni.

lesa áfram

top