Ríkisreikningur 2014 – enn aukast útgjöldin
Ríkisreikningur 2014 er kominn út. Nálgast má útgáfuna hér á vef Fjársýslu ríkisins. Ekki er líklegt að útgáfan teljist léttur skemmtilestur, en fróðlegt er þó að líta á hversu víða ríkið kemur við í útgjöldum. Lítinn árangur er að sjá af starfi allra þeirra sem áhuga...
Niðurgreiðsla farseðla til útlanda?
Það virðist fátt sem ekki er hægt að réttlæta í nafni „byggðastefnu”. Ekki hefðu þó margir látið sér til hugar koma að niðurgreiddar utanlandsferðir teldust þar með. En nú hefur nefnd á vegum hins opinbera (ef marka má Fréttablaðið) fundið flugfélag sem er tilbúið til...
Breytingar á birtingu álagningaskrár?
Sigríður Á. Andersen og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. Breytingin tekur sérstaklega á birtingu álagningaskrár. Með þessu frumvarpi eru settar verulegar takmarkanir á birtingu...
Atvinnurekendur gegn atvinnufrelsi
Enn einu sinni er það að koma í ljós hversu skammsýnir atvinnurekendur eru þegar kemur að hagsmunum þeirra sjálfra. Vilhjálmur Árnason og fleiri þingmenn hafa lagt fram frumvarp til laga sem leggur niður einkasölu ÁTVR á áfengi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að heimilt...
Gagnlegar upplýsingar um skatta
Á hverju ári gefur skatta- og lögfræðisvið KPMG út bækling um skatta, eða upplýsingar um skattmál einstaklinga og rekstraraðila. Hér má nálgast skattabæklinginn 2014. Mikinn fróðleik er að finna í þessari tæplega 50 síðna handbók. Það er þarft verkað reyna að koma á...
Auðlindaskattur og auðlegðarskattur óskynsamlegir
Auðlindaskattur í sjávarútvegi er óheppilegur, ef setja á hann á til að tryggja skynsamlega nýtingu fiskistofna, því að það mun aldrei takast. Hagsmunaaðilar munu aldrei samþykkja hann. Horfur á samkomulagi við hagsmunaaðila væru miklu vænlegri, þegar aflaheimildum...
Málstofa um tekjudreifingu og skatta
Föstudaginn 24. október kl. 16 verður málstofa RNH um „Tekjudreifingu og skatta“ í fundarsal Gamma á jarðhæð við Garðastræti 37. Þar mun prófessor Corbett Grainger frá Wisconsin-háskóla í Madison bera saman tvær lausnir á fiskveiðivandanum, skattlagningu eða úthlutun...
Ný bók um skatta og tekjudreifingu
Almenna bókafélagið hefur gefið út áhugaverða bók fyrir allt áhugafólk um skatta; Tekjudreifing og skattar. Bókin er gefin út að tilstuðlan og með tilstyrk RSE, Rannsóknarsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Bókinni er skipt upp í þrjá hluta; Hluti I –...
Regluverk má ekki hamla nýsköpun
Í frétt í Morgunblaðinu 1. ágúst sl. er fjallað um áhyggjur leigubílstjóra vegna þess sem þeir kalla „skutlsíður” á netinu. Þar mun vera að um að ræða einhvers konar síður þar sem einstaklingar bjóðast til, gegn gjaldi, að flytja fólk á milli staða. Ekki skal sagt til...
Góður fyrirlestur Lawson
Fyrirlestur prófessor Robert Lawson um atvinnufrelsi mánudaginn 28. júlí var vel sóttur og aðeins fjallað um hann í kjölfarið. Þannig birti Viðskiptablaðið grein um fyrirlestur Lawson og Sigríður Andersen fjallaði um hann í pistli sínum í Sunnudagsblaði...
Um samtökin
Samtök skattgreiðenda voru stofnuð þann 16. apríl, 2012. Að stofnun þeirra stóð hópur fólks sem vill beita sér fyrir því að:
- endurvekja vitund almennings um að vöxtur hins opinbera er ekki óhjákvæmilegur
- ríki og sveitarfélög séu ekki rekin með halla og reikningurinn sendur kynslóðum framtíðarinnar
- skattar verði lækkaðir eftir megni
- hið opinbera fari betur með skattfé og leiti nýrra lausna til að bæta rekstur sinn
- rödd skattgreiðenda heyrist í opinberri umræðu og að sjónarmið þeirra fái aukið vægi